• Is life worth living? It all depends on the liver.

  Lesa meira
 • Heimildarmynd um lifrina

  Heimildarmynd um lifrina

  Við í stjórninni tókum þá ákvörðun í samstarfi við lækna okkkar Sigurð Ólafsson, Óttar og Hildigunni hjúkrunarfræðings að láta gera stutta mynd um lifrina okkar. Sú mynd var sýnd á RÚV í október og mun hún koma hingað inn á heimasíðuna, mjög fróðleg mynd og erum við mjög ánægð með hana. Þið getið horft á myndina með því að smella á myndina af lifrinni. 

  kveðja

  Stjórnin

 • Meðferðarátak við lifrarbólgu C

  Meðferðarátak við lifrarbólgu C

  Meðferðarátak er hafið við lifrarbólgu C og við mælum að sjálfsögðu með því að allir sjúklingar með lifrarbólgu C drífi sig í meðferð, hún er sjúklingum að kostnaðarlausu.

  Minnum á gjaldfrjálsa meðferðarsímann 800-1111 og heimasíðuna www.landspitali.is/medferdaratak. Einnig er hægt að hafa samband við Sjúkrahúsið Vog í síma 824 7604.

 • Málþing í Hörpu miðvikudaginn 18. jan 2017

  Málþing í Hörpu miðvikudaginn 18. jan 2017

  Málþing verður í Silfurbergi í Höpu miðvikudaginn 18.01.2017 klukkan 20:00.

  Læknafélag Íslands, Landspítali, SÁÁ og Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C á Íslandi halda opið málþing fyrir almenning í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 18. janúar 2017, kl. 20:00. Um er að ræða fimm snarpa fyrirlestra, ásamt umræðum og fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur.

   

  Þetta er opið málþing og því allir velkomnir!!

   

Opnunartími

Hægt er að ná í okkur í síma á eftirfarandi tímum

mánud - föstud:

16-17

Fréttir