• Is life worth living? It all depends on the liver.

  Lesa meira
 • Gleðilegt nýtt ár!!

  Gleðilegt nýtt ár!!

  Við í stjórn Félags lifrarsjúkra óskum ykkur kæru félagar gleðilegs nýs árs og þökkum árið sem er að líða. Árið 2016 var nú ekki mjög viðburðarríkt hjá félaginu en stenfum við á að reyna að virkja félagið á nýju ári. Við viljum hvetja ykkur til að senda okkur póst á netfangið lifrin@lifrin.is ef að  þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar til okkar, einnig ef að þið hafið eitthvað efni í höndunum sem gæti komið sér vel á nýju síðunni okkar.

   

  kveðja

  Stjórnin

 • Meðferðarátak við lifrarbólgu C

  Meðferðarátak við lifrarbólgu C

  Meðferðarátak er hafið við lifrarbólgu C og við mælum að sjálfsögðu með því að allir sjúklingar með lifrarbólgu C drífi sig í meðferð, hún er sjúklingum að kostnaðarlausu.

  Minnum á gjaldfrjálsa meðferðarsímann 800-1111 og heimasíðuna www.landspitali.is/medferdaratak. Einnig er hægt að hafa samband við Sjúkrahúsið Vog í síma 824 7604.

 • Málþing í Hörpu miðvikudaginn 18. jan 2017

  Málþing í Hörpu miðvikudaginn 18. jan 2017

  Málþing verður í Silfurbergi í Höpu miðvikudaginn 18.01.2017 klukkan 20:00.

  Læknafélag Íslands, Landspítali, SÁÁ og Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C á Íslandi halda opið málþing fyrir almenning í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 18. janúar 2017, kl. 20:00. Um er að ræða fimm snarpa fyrirlestra, ásamt umræðum og fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur.

   

  Þetta er opið málþing og því allir velkomnir!!

   

Opnunartími

Hægt er að ná í okkur í síma á eftirfarandi tímum

mánud - föstud:
Laugardaga:
Sunnudaga:

 9 - 18
10 - 16
12 - 16

Fréttir