Heimildarmynd um lifrina

Félagið okkar er nú að vinna að því að gera myndband um lifrina okkar mikilvægu. Myndbandið er í vinnslu og verður vonandi tilbúið til sýinnga í september. Í myndbandinu fara læknarnir okkar, Sigurður Ólafsson, Óttar og Hildigunnur hjúkrunarfræðingur yfir það helsta sem við kemur lifrinni. Einnig verða einhverjar reynslusögur. Myndbandið verður í um 30 mín og verður sýnt í sjónvarpi oig kemur svo hingað á heimasíðuna okkar.