Málþing í Hörpu um meðferðarátak við lifrarbólgu C
18.01.2017
Læknafélag Íslands, Landspítali, SÁÁ og Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C á Íslandi halda opið málþing fyrir almenning í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 18. janúar 2017, kl. 20:00. Um er að ræða fimm snarpa fyrirlestra, ásamt umræðum og fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur.
Við hvetjum þig til að koma og kynna þér lifrarbólgu C, áhættuþætti fyrir smit og hvernig þú getur gengið úr skugga um að C leynist ekki heima hjá þér?